Brennu-Njáls saga

Möur hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill og svo mikill lögmaður að engir þóttu löglegir dómar dæmdir nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum.

Mǫrðr hét maðr er kallaðr var gígja. Hann var sonr Sighvats ins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvǫllum. Hann var ríkr hǫfðingi ok málafylgjumaðr mikill ok svá mikill lǫgmaðr at engir þóttu lǫglegir dómar dæmdir nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnr hét. Hon var væn kona ok kurteis ok vel at sér ok þótti sá bestr kostr á Rangárvǫllum.